19.1.07

ýmislegt í gangi

Ekki hefur verið mikið bloggað það sem af er ári. Ekki það að það hafi ekki verið nóg að gerast heldur bara meira framtaksleysi.

Æfingatímabilið í Halaleikhópnum fór af stað á fullu strax eftir áramót og fljótlega kom í ljós að mér var falið að vera aðstoðarleikstjóri surprise surprise hélt að allir væru löngu orðnir hundleiðir á stjórnseminni í mér. En Ármann bað um þetta og ég sem sagt sagði já.

Minn heittelskaði fékk hlutverk Dr. Bjarngeirs svo nú erum við hjónakornin meira og minna með hugann niðrí Hala ef við erum þá ekki þar.

Allt fór vel af stað og frekar hefðbundið, nokkrir byrjuðu og hættu við, það vantaði lengi leikara í ákv. hlutverk en þetta hafðist allt. Mér tókst að landa einum af bensínstöðinn sem hafði verið með mér á leiklistarnámskeiði hjá Helgu Völu. Svo nú lítur þetta allt vel út.

Stjórnin er full af reynsluboltum svo ég vona að nú lendi ekki allt í stressi síðustu vikurnar. Við erum að reyna að skipuleggja allt mjög vel, vonandi ekki þó um of :-)

Leikritið heitir sem sagt Batnandi maður og er frumsamið fyrir okkur af Ármanni Guðmundssyni sem leikstýrir okkur líka.

Þess á milli er ég búin að vera heltekin af skartgripagerð síðan í desember og finnst það bara gaman. Hér fæðast nýjir og nýjir eyrnalokkar næstum daglega og stundum hálsfestar er ekki komin á fullt skrið með þær enn.

Heilsan hefur ekki verið góð en reynt eftir fremsta megni að láta hana ekki stjórna hvernig lífinu er hagað.

Nú og ekki má gleyma félagsmálunum. Félgasmálanefnd Sjálfsbjargar er að hrinda af stað mjög spennandi verkefni sem ég vona að ég verði virkur þátttakandi í. Allt stefnir í ferðlög á þeim bæ.

Ferðafélagið Víðsýn er svo komið á fullt skrið, búið að ákveða að skreppa til London í lok maí og í hressingar og hvíldardvöl að Sólheimum í Grímsnesi í ágúst. Þar er allt að fara á fullt að undirbúa hið árlega fjáröflunarbingó sem verður þann 3. mars n.k. Munið að taka daginn frá :-)

Ekki má svo gleyma fjölskyldunni sem ég reyni að sinna líka, kjötsúpufjölskyldukvöld í kvöld.

Verð vonandi duglegri að blogga á næstunni.

Engin ummæli: