
Skrapp þó aðeins í saumaklúbb í gærkvöldi og saumaði nokkuð marga krossa í Drottinn blessi heimilið myndina. Hafði ekki orku í saumavélina.
Var í læknastússi í morgun og ekki orð um það meir.
Æfingar ganga framar vonum á nýja leikritinu okkar og nú er að fara á fullt leit að búningum og leikmunum. Þannig að ekki vera hissa þó hér komi fljótlega listi inn.
Annars ber það helst til tíðinda á þessum bæ antisportistanna að nú er horft á handbolta enda raskar hann öllum æfingaplönum þessa dagana. Meira að segja ég horfði á fyrri hálfleik í dag og tapaði mér alveg yfir þjóðsöngnum. Önnur eins misþyrming á honum ég bara varð mjög hneyksluð og eins og þið vitið vonandi flest þá kemur það ekki oft yfir mig. Hélt þetta mætti bara alls ekki. Skyldi Ólafur Ragnar ekki vita af þessu. ...................
2 ummæli:
Pabbi er náttúrulega bara algert æði sama hvernig á það er litið. Besti pabbi í heimi sko!
Kv. Uppáhaldsdóttirin
Heldurðu ekki að ég hafi ruðst fram á ritvöllinn og skrifað langan pistil á bloggið mitt sem hefur verið sofandi í ár eða meira!
Skrifa ummæli