4.1.07

Stóra stundin er alveg að fara að renna upp

Loksins er 4. janúar runnin upp. Dagurinn sem ég er búin að hlakka svo til. Fyrsti samlestur á leikritinu sem hann Ármann hefur verið að skrifa fyrir okkur. Batnandi maður heitir það og fjallar um togarajaxl sem lendir í vinnuslysi og ákveður að nýta sér kerfið til fullnustu enda hafi öryrkjar það svo gott. Hann lendir í ýmsu og Hátúnsklíkan, Sporðdrekinn, Maskarinn, Kerfiskelling og boccia kemur við sögu. Nánari lýsing á leikritinu er að finna á www.halaleikhopurinn.is

Þetta leikrit leggst vel í mig allavega er ég búin að hlægja mikið af þeim pörtum af handriti sem ég hef þegar séð. Svo nú er bara að sjá til hvort maður fái einhver verkefni í kringum leikritið eða hvort maður er úti í kuldanum...........

Allavega vona ég að fjölmenni mæti á fyrsta samlesturinn sem byrjar kl. 20.00 í kvöld. Hlakka til að hitta alla Halana og kannski einhverja nýja. Enda eru allir velkomnir næg eru handtökin sem þarf að manna.

Gaman gaman sem sagt í dag.

Engin ummæli: