3.1.07

Til hamingju með afmælið Ísak Orri og Svavar og Rebekka og Auður

já ekkert lát er á afmælunum þessa dagana. Í dag 3. jan. er Ísak Orri 11 ára, Ísak er sonur Jóa hennar Auðar, hennar Iddu heitinnar systir hans Ödda míns. Er þetta nokkuð langsótt. Hann er einn af þeim sem ég er alltaf að skreppa til Akureyrar að heimsækja. Nú er hann staddur á Kanaríeyjum ásamt stórfjölskyldunni. Til lukku með daginn Ísak minn.

Stórfjölskyldunni já Svavar mágur er þar líka en hann á afmæli á morgun. Til hamingju Svavar minn vonandi hafið þið það gott á Kanarí.

Rebekka Bjarnadóttir vinkona mín og ferðafélagi verður 60 ára þann 6. jan. nk. Við höfum ferðast mikið saman og leitast við að fá að vera saman í herbergi ef þess er nokkur kostur. Við erum líka saman í stjórn Víðsýnar og í sjálfboðaliðahóp RKÍ sem sér um kynningar á geðdeildum. Góð kona og merkileg. Hér er hún uppstríluð að fara í kvöldmat á fína hótelinu í Malaga í fyrravetur. Til hamingju með daginn Rebekka mín.


Auður uppeldissystir hans Ödda og frænka verður svo 50 ára þann 8. janúar nk. við vorum í svaka flottir fjölskylduveislu hjá henni á gamlárskvöld nú er hún á Kanarí. Hér er hún með yngsta barnabarnið í fanginu hann Almar Leó bróðir hans Ísaks. Til lukku Auður mín.


Jæja nóg af afmæliskveðjum þennan mánuðinn, sé til hvort ég nenni að setja inn áramótamyndirnar. Annars er að helst að frétta fyrir utan leikhúslífið að ég stútaði myndavélinni minni góðu á gamlársdag mér til mikillar hrellingar. Hún er búin að reynast mér vel og hefur verið mér einkar kær. Það á eftir að koma í ljós hvort það er hægt að lagfæra hana. Og hvort það borgar sig. .......

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er greinilegt að það margborgaði sig að setja afmæliosdagana inn á dagatalið, það bara rignir inn afmæliskveðjunum á bloggið þitt.
Kv. dóttirin