12.1.07

Þekkir þú mig ?

Jæja þar sem mikill bloggdoði ríkir hér á bæ þessa dagana. Ætla ég að taka áskorun frá Arndísi og setja hér inn spurningarlista sem ég vona að þið nennið að svara, bara svona til gamans.

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér eitthversstaðar, myndirðu halda að ég væri á föstu eða lausu?
4. Hversu vel telurðu þig þekkja mig?
5. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
6. Lýstu mér í einu orði.
7. Hvað er mest einkennandi við mig?
8. Hvaða búðir elska ég að fara í?
9. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
10. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?
11. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig?
12. Hvað minnir þig á mig?
13. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
14. Hversu vel þekkiru mig?
15. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
16. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
17. Lokaorð til mín?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

1. Hver ert þú?
Ég ber nafnið Árni Salomonsson, en er ennþá að reyna að komast að því hver ég er...
2. Erum við vinir? Nei, við erum skyld. Ég er frændi þinn. 4 ára frændi minn sagði mér um daginn að frændur gætu ekki orðið vinir... :-Þ
3. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér eitthversstaðar, myndirðu halda að ég væri á föstu eða lausu?
Á föstu og útskrifuð úr húsmæðraskólanum.
4. Hversu vel telurðu þig þekkja mig? 15%
5. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. Tindra... Það er eitthvað tindrandi við þig
6. Lýstu mér í einu orði. Frábær
7. Hvað er mest einkennandi við mig? Framkvæmdagleði
8. Hvaða búðir elska ég að fara í? Ellingsen og Byko?
9. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? Voðalega vel, svona frænkulega séð...
10. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?
Hamar, Kristall, Eyrnalokkar, dagbók og... Örn
11. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig?
Fín! Samfylkinguna? Er það ekki flokkur?
12. Hvað minnir þig á mig?
Halaleikhópurinn og Örn
13. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
Róandi töflur anda Erni...
14. Hversu vel þekkiru mig?
16%
15. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
Nei, ég hef frekar komið mér í vandræði með að segja of mikið!
16. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig? Nnnneeeeiii... ég er svo latur.
17. Lokaorð til mín? Þú er frábær! haltu því áfram! Og passaðu þig á már þegar ég er í stríðniskapi eins og núna.

Nafnlaus sagði...

1. Hver ert þú?
Ég er uppáhaldsdóttir þín
2. Erum við vinir?
Já, það held ég bara
3. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér eitthversstaðar, myndirðu halda að ég væri á föstu eða lausu?
Vel gift kona mundi ég halda
4. Hversu vel telurðu þig þekkja mig?
Út og inn og aftur á bak og áfram
5. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
Úff þetta er erfitt....hmmmm veit ekki..bara mamma því að þú ert mamam mín ;-)
6. Lýstu mér í einu orði.
Ákveðin
7. Hvað er mest einkennandi við mig?
Ákveðnin og svo ertu nett brussa í jákvæðum skilningi
8. Hvaða búðir elska ég að fara í?
Engar búðir held ég, það væri þá helst föndur eða hannyrðaverslanir.
9. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
Ég bara man það ekki, ég var svo svakalega ung.
10. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?
Mamma, amma, sauma, blettir á bringu, hlátur
11. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig?
Ég flokka þig nú kannski ekki sem stelpu, en þú ert mjúka húsmóðurtýpan.
12. Hvað minnir þig á mig?
Margt
13. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
Betrí heilsu
14. Hversu vel þekkiru mig?
Aftur? vísa í fyrra svar mitt hér að ofan
15. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
Pottþétt
16. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Aldrei að vita sko
17. Lokaorð til mín?
Ég elska þig...koss og knús

Nafnlaus sagði...

1. Hver ert þú? Ég heiti Arndís Hrund :-)
2. Erum við vinir? Já það ætla ég að vona
3. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér eitthversstaðar, myndirðu halda að ég væri á föstu eða lausu? Veit svarið, ert harðgift :-)
4. Hversu vel telurðu þig þekkja mig? Svona ágætlega
5. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. Pass
6. Lýstu mér í einu orði. Drífandi
7. Hvað er mest einkennandi við mig? Hvað þú ert drífandi
8. Hvaða búðir elska ég að fara í? Veit ekki, kannski hannyrðabúðir?
9. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? Bara mjög vel
10. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug? Örn, Krikinn, lopapeysur, spil, eyrnalokkar, hálsmen
11. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig? Bara ósköp venjuleg
12. Hvað minnir þig á mig? Pass
13. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? Knús
14. Hversu vel þekkiru mig? Ágætlega
15. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það? Nei
16. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig? Búin að því
17. Lokaorð til mín? Elsku Ása! Ég þakka falleg orð á blogginu mínu! Þú ert frábær!

Nafnlaus sagði...

1. Hver ert þú?
Daníel Þórhallsson eða eggert eggjárn. Ég er tvískiptur persónuleiki.

2. Erum við vinir?
já, við erum vinir


3. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér eitthversstaðar, myndirðu halda að ég væri á föstu eða lausu?
Ég myndi segja á föstu.

4. Hversu vel telurðu þig þekkja mig?
Ekki mjög. En þú ert frábær finnst mér :)

5. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
Ása.. því þú heitir ása.

6. Lýstu mér í einu orði.
Snillingur

7. Hvað er mest einkennandi við mig?
Góður hlustandi

8. Hvaða búðir elska ég að fara í?
Hagkaup.. að kaupa mikið af pókók!

9. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
Bara vel, þú virkaðir mjög almennileg.

10. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?
Pókók, vaffla, halinn, hressleiki

11. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig?
Þú er hress. Þú ert þú. Reynir ekkert að vera neitt annað.

12. Hvað minnir þig á mig?
Vöfflur :O

13. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
Ég veit ekki.

14. Hversu vel þekkiru mig?
Bara eins vel og ég þekki þig. Hvernig veit ég hvað ég þekki þig vel. Það er ekki eitthver skali sem maður miðar við. Þarna þekki ég þig.

15. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
Já.. ehh.. ég er kominn með ógeð af pókók! Nú hef ég sagt það :)

16. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Nei, en þú mátt senda mér það í meil ef þú vilt. Ég set aldrei svona spurningalista á bloggið mitt :)
17. Lokaorð til mín?
Ég kem aftur frá Danmerku. Gleymi ekki halanum.

Nafnlaus sagði...

Stefanía Björnsdóttir.
Já ég ætla rétt að vona það.
Harðgift
Ég tel mig þekkja þig bara nokkuð vel.Bara Ása.
Frábær peersónuleiki.
þú þarft alltaf að vera á fullu.
föndur búðir td tiger föndru og perlukafarann.Mjög vel.Örn föndur saumaskapur,Perla og svo æðisleg.Veit ekki.örn og halinn.eitt stórt knús með mikilli vináttu og væntumþykju.Nei.Ég er búin að því.

Nafnlaus sagði...

ég gleymdi síðustu spurningunni þú ert æðisleg og frábær manneskja þú ert vinur vina þinna það er alltaaf hægt að leytaa til þín og mjög góður hlustandi.