1.5.07

Detti úr höfði mér allar dauðar lýs

Ég get svo svarið það að ég bloggaði í gærkvöldi og sú færsla birtist hér en er nú horfin!!!!!
Mér er algerlega ómögulegt að skilja þetta, er alveg viss um að þetta var ekki draumur því ég photoshoppaði mynd af okkur perluvinkonunum og setti inn og hún er hér í sinni möppu.

??????????????

Meðan ég skrifaði þetta datt ég niður á lausnina. Ég birti hana á annari bloggsíðu sem ég er með í vinnslu :-) Meira um það seinna, svona getur maður verið ruglaður. Svo ég bara kópíera hana og hér sem sagt kemur hún:


Mátti til að skella þessari fínu mynd af okkur perluvinkonunum þar sem við vorum að reyna að selja skartgripina okkar á handverksmarkaði í Hinu húsinu. Þetta var skemmtilegur dagur en salan dræm. Svo nú verður gripið til annara ráða til að fjármagna þetta skemmtilega hobby okkar. Allt í vinnslu.

Leiklistarveislan í Borgarleikhúsinu í gær gekk vonum framar, fullt hús og mikið fjör. Allt gekk upp í báðum verkunum sem Halinn tók þátt í og nú er ég sem sagt búin að ná þeim áfanga að stíga á svið í Borgarleikhúsinu og leika þar :-) Ekki það að ég ætli að leggja leik fyrir mig alls ekki.
Þetta Þjóðarsálarverkefni var bara svo skemmtileg og frábær hópur sem gat smækkað atriðið úr reiðhöllinni og á Nýja sviðið. Svo var partý á eftir sem Sigrún Sól bauð uppá í forsalnum. Mikið sungið og haft gaman af.

Í dag ætla ég svo í afmæli hjá mínum ástkæra mág Frosta sem bíður í pönnsur og kakó og leiklestur m.m. Til hamingju með daginn Frosti minn.

Engin ummæli: