6.10.04
UPPLIFUN
Í kvöld varð ég fyrir einstaklega skemmtilegri upplifun í leiklistartímanum. Við lágum saman 14 nemendur á gólfinu í hring og fórum í slökun og þaðan í raddæfingar. Þetta var mjög sérkennileg tilfinning liggjandi slakur á köldu gólfinu með lokuð augun fullkomlega afslappaður og gefa frá sér sitt eigið hljóð sem svo rann saman við hljóð annarra og varð sérstakt fyrirbæri. Hljóðið hækkaði og lækkaði breytti um tón og dó út eins og bylgjuhreyfing án nokkurrar stjórnar. Flæðið var frábært eftir smá stund og allir að gefa sig á fullu í þetta. SVO áttum við að opna augun og rísa upp en halda áfram með hljóðin það bara virkaði ekki þegar augun opnuðust komu einhverjar ósýnilegar varnir til skjalanna og ekki skánaði það þegar við stóðum upp og sáum hvort annað þá fór allur samhljómur raddanna. Þá áttum við að snúa okkur upp að vegg of frussa hljóðinu þangað þá kom flæði aftur. Stórmerkilegt hvernig varnir okkar hefta okkur þó við séum nú farin að þekkjast nokkuð og ættum ekki að vera feimin hvort við annað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli