29.11.06

Ingimar til hamingju með afmæli

Litla barnið mitt eins og ég kalla soninn í gríni er 26 ára í dag. Til Hamingu með daginn ástin mín. Mikið eru nú árin fljót að líða, kúturinn liggur í langri og strangri flensu en hefur vonandi list á góðum mat í kvöld. Já og Halli minn til hamingju með daginn í gær.



Dóttirin kom í gær og hjálpaði okkur við að setja upp jólaljós. Nýju fínu ljósin komin í stofugluggan, ákváðum að henda seríunni úr eldhúsglugganum hún var eitthvað léleg svo nú er það bara rúmfó í dag og endurnýja. Mikið var ég sæl með þetta. Já og Palli hillusamstæðuljósin fóru í rúst en dóttirin gat lagað þau án þess að sprengja öryggi :-)



Eitt og annað smálegt af jóladóti er að týnast upp með diggri aðstoð Heklu sem er ekki sátt við skreytingastefnuna fyrir jólin heima hjá sér. En fær útrás hér.



Hey svo er það nýjasta æðið. Fórum fjórar vinkonur á námskeið í skartgripagerð á mánudagskvöldið í Perlukafaranum. Ferlega gaman og merkilegt manni tókst að gera ansi flotta hluti, þó ég segi sjálf frá. Hið merkilega var að við gerðum allra hálsfesti og eyrnalokka en þetta var svo ólíkt hjá okkur að það var ekki findið. Held ég eigi eftir að dútla við þetta áfram. Gaman gaman.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jejj gaman gaman