8.11.06

Takk Hugarafl og Hekla snillingur

Í gær fór ég í yndislegan göngutúr út í óvissuna með samráðshóp úrræðanna eins og við köllum okkur. Það er hópur sem hittist mánaðarlega og fundar. Þetta er hópur sem samstendur af flestum þeim úrræðum utan stofnana sem eru í boði fyrir geðfatlaða.

Á síðasta fundi var ákveðið að prófa að stefna fólki saman í gönguferð. Hugarafl reið á vaðið og skipulagði fyrstu gönguna. Hist var á Hlemmi þar sem óvissuferðin hófst, kalt var í veðri en 12 vaskir göngumenn mættu til í slaginn.

Fyrst var gengið niðurá Snorrabraut þar sem listaverk Kjuregej Alexandra Argunova gerði á vegg kringum garðinn sinn. Síðan var kíkt í glugga á gallerí og haldið upp á Skólavörðuholtið gegnum húsasund. Sundhöllin og Heilsugæslustöðin skoðuð að utan. Og svo skelltum við okkur upp í turn á Hallgrímskirkju það var mjög gaman að rifja það upp. Síðan skoðuðum við garðinn hjá listasafni Einars Jónssonar. Þá gengum við niður Þingholtið eftir hinum ýmsu stígum og skoðuðum bakgarða og gömul hús. Ég gekk Válastíg í fyrsta sinn held ég örugglega. Enduðum svo í listakaffi á Listasafni Íslands.

Þessi ferð var einstaklega vel heppnuð og samstaðan og stemmingin einstök. Hugaraflsfólk fær mikið hrós frá mér og þakklæti fyrir þessa dagsstund.

Annars er lífið leiklist og félagsmál eða ég er að reyna að hafa það svoleiðis þessa dagana. En gigtarfjandinn vill líka stjórna einum of finnst mér. Spurningin er hvort okkar verður þrjóskari þessa dagana. Þoli ekki þegar völdin eru tekin af mér.

Næstum búin að gleyma að segja frá afrekum prinsessunnar, hún var að fá úrslit úr skólaprófunum fyrir helgi og eins og vanalega er ég að rifna úr stolti. Er annað hægt.

Íslenska: Verkefni 8,5, Vinna 9,5, Próf 9,5. Umsögn: Vinnur vel. Mætti vera vandvirkari. Hefur gott vald á stafsetningu.

Lestur: Lesskilningur 10.0 Lestur/framsögn 7,4. Umsögn: Lesskilningur mjög góður.

Stærðfræði: Verkefni 10,0, vinna 9,0, próf 9,5. Umsögn: Er mjög vinnusöm. Skilningur mjög góður.

Náttúrufræði: Vinna 9,5, próf 8,0.

Engin ummæli: