22.11.06

Útfríkun

Félagsamálafríkið í mér fríkaði út í dag algerlega. Sagði hér einhvern tímann að ég væri félagsmálafrík og held sú nafngift hafi sannað sig vel í dag.

Í morgun átti ég leynifund með vinkonu (ekki orð um það meir).

Kl. 1 fundur í Tryggingastofnum þar sem ég var sem fulltrúi Sjálfsbjargar. Samstarf um kynningarmál neglt niður. Stuttur góður og árangursríkur fundur sem líka ber með sér fleiri verkefni.

kl. 2. fundur í Vin með Guggu vegna heimsókna í sjálfshjálparhópa í Borgarnesi og Akranesi annaðkvöld. Alltaf jafn ljúft að vinna með henni og gefandi.

Kl. 4. Baráttufundur hjá Geðhjálp vegna Fjölmenntar þar sem allt stefnir í að þeim góða skóla verði lokað um áramót þrátt fyrir fögur loforð. Skipulögð mótmæli samþykkt ályktun ofl. Kröftugur og góður fundur þar sem mikill hiti var í fólki. Gæti skrifað langhund um skólann og hvað hann hefur gert fyrir mig, mína nánustu vini ofl. ofl. en ætla að sleppa því núna. Kannski seinna.

Kl. 6.15 var svo stjórnarfundur hjá Halaleikhópnum sem stóð í rúma 2 tíma....
Mikið að ræða og afgreiða. Enda mikið starf framundan.

Allavega þegar ég loks skreið heim var ég dauðþreytt.

Á morgun eru svo bara 2 fundir ;-)

Engin ummæli: