20.11.06

Kjötsúpukvöld og rólegheit

Eftir angur síðustu viku ákvað ég að skella kjötsúpu í stærsta pottinn minn og bjóða fjölskyldunni í mat. Allir sem á landinu voru komu nema Gabríel sem var upptekinn annars staðar. Þetta var notaleg stundi sem maður gerir allt of lítið af.

Á sunnudaginn lá maður svo bara undir teppi í vonda veðrinu og hafði það kósý, föndraði smá en aðallega slöppuðum við hjónakornin á og var ekki vanþörf á.

Stebbi bróðir hringdi svo í gærkvöldi og áttum við langt spjall saman. Hvað er meira virði en góð fjölskylda. Alla vega er ég mjög ánægð með mína þó meiri partur hennar sé erlendis.



1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já og svo langar mig til að fá kjötbollur og kál bráðum. Er ekki annars hægt að panta svona hjá ykkur?
Kv. dóttirin