22.10.04
Amma hefði dottið niður dauð
Það held ég hún amma mín heitin hefði dottið niður dauð hefði hún komið með mér í leikhúsin þessa vikuna. Varð hugsað sterkt til hennar í kvöld þegar ég var að fara á Svarta mjólk í Þjóðleikhúsinu og var að spá í klæðaburðinn á fólki tók líka eftir þessu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þegar ég sá Héra Hérason. En sem sagt þegar ég var lítil stúlka þá var ég ætíð látin fara í upphlut eða einhvern svaka prinsessukjól ef farið var í leikhús. Allir fóru í sitt allra fínasta, sem fólk fer í dag á Galakvöld. En sem sagt nú fer fólk allavega klætt í leikhús ansi margir karlmenn í gallabuxum af nýjustu tísku með götum það held ég hefði farið um hana ömmu mín sálugu. Kvenfólkið var heldur betur til fara en alls ekki "fínt". Það er nú eins og ég sé alltaf í leikhúsinu en svo er nú ekki hittir bara svona á nú þessa vikuna búin að sjá tvær sýningar mæli með Svartri mjólk sem ég fór á með leiklistarnemum úr FÁ. Á morgun er svo Stuttverkahátíðin Margt Smátt þar sem við í Halaleikhópnum erum með eitt verk. Portrett. Hlakka mikið til ætla líka að gera úttekt á klæðaburði og vera smá fín sjálf enda tilefni til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli