26.10.04

Smá mont og afríkusögur

.
Jæja nú er tími til að monta sig svolítið ég kláraði sem sagt í gær Ponsjóið sem ég var að hekla á Heklu og hún vígði það í kvöld í matarboði sem Palli hélt mér til heiðurs. Vakti mikla lukku. Annars var Guðmundur að segja okkur sögur frá afríku og því sem þeir hafa verið að lenda í síðasta mánuðinn. En Guðmundur er sem sagt kominn "heim" til að ganga frá síðustu endunum á Íslandi búinn að selja Tower Guesthouse og á fullu að pakka. Ættarsilfrið komið á ættaróðalið á Sléttó og allt að ganga upp. Margar skemmtilegar sögur af afríkumessinu sem ég ætla ekki að rekja hér en vísa forvitnum á slóðina hjá Jóhönnu sem er að vinna hjá þeim í Greyton Lodge eða GL eins og það heitir víst núna, þar eru ansi margar skemmtilegar sögur. http://blog.central.is/maggymin/

Engin ummæli: