17.10.04

Eitt og annað hefur drifið á dagana síðustu vikuna

Jæja tími til kominn að halda áfram að blogga hef verið löt við það undanfarið. Ekki það að það sé ekki nóg að skrifa um. Um síðust helgi fórum við hjónakornin til Akureyrar í helgarreisu. Fórum þar á haustfund Bandalags Íslenskra leikfélaga fyrir hönd Halaleikhópsins. Aðalmálefni fundarins í ár var undirbúningur vegna leiklistarhátíðar sem fyrirhuguð er næsta sumar. Við í Halaleikhópnum stefnum að því að taka þátt´. Við skoðuðum ma. ýmsa staði sem notaðir verða til sýningahalds. Í Samkomuhúsinu hefur aðgengi fyrir sýningargesti verið betrumbætt með lyftu en aðgengi fyrir hreyfihamlaða leikara er glatað eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin baksviðs .
Einnig skoðuðum við Húsið sem var með öllu óaðgengilegt en þar verða bæði sýningar og upplýsingamiðstöð. Hér sést Örn við dyrnar ansi hár þröskuldur þar
. En góðu fréttirnar eru þær að búið er að laga aðgengi að Ketilhúsi þar sem þriðja sýningaraðstaðan verður komin lyfta inni þannig að nú á að vera aðgengilegt fyrir leikara í hjólastólum sem og áhorfendur. Því miður engar myndir þaðan þar sem það var eitthvað í gangi þar þegar við vorum í úttektinni. Annars var helgin fín mikið fundað og hátíðarkvöldverður með tilheyrandi skemmtiatriðum að hætti bandalagsmanna Þar stóð þó Sirkus Atlanta uppúr eins og ávallt þeir eru klárir snillingar ef einhvern vantar skemmtiatrið þá mæli ég eindregið með þeim.

En þessa sömu helgi var alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í Reykjavík skrítið að vera ekki með þar en ég hef undanfarin ár verið þar í eldlínunni, tekið fullan þátt í alls kyns undirbúningi skrifað greinar ofl. ofl. þennan dag. Á mánudagskvöldið fór ég þó ásamt Heklu með 29 vinum mínum úr Vin út að borða í tilefni dagsins eins og sl. 6. ár. Fórum á Sahanghai þar sem var dekrað við okkur í bak og fyrir.

Hópverkefnið í fjölmiðlafræðinni var frumflutt á mánudaginn eftir erfiða fæðingu. Allt fór úrskeiðis sem gat klikkað það er að segja tæknilega en held við höfum komist alveg skammlaust frá þessu töluðum okkur út úr þessu þegar hljóð og annað klikkaði. Lærðum mikið á þessu verkefni og spennandi verður að sjá einkunnina fyrir það.

Hekla hefur verið hjá mér mest alla síðustu viku og snúið ömmu sinni í bak og fyrir vorum allar í handavinnudeildinni kláraði að prjóna á hana húfu sem hún hannaði sjálf og er langt komin með að hekla Ponsjó en er að kenna henni að hekla sem er svolítið flókið fyrir litla putta en áhuginn er mikill og hún náttúrulega snillingur og finnur alltaf sína eigin aðferð við að framkvæma hlutina. Set inn mynd þegar ponsjóið er tilbúið.

Fékk miðannarmat fjögur A og eitt B eina einkunn vantar er að sjálfsögðu afar stolt af þessu.

Krassaði tölvunni minni einu sinni enn og að sjálfsögðu kom Palli og reddaði stóru systir Ómetanlegt að eiga svona bróðir. Takk Palli.

Í gærkveldi var svo haustfagnaður hjá Sjálfsbjörg og Íþróttafélagi fatlaðra sem við hjónin skelltum okkur á og var mikið stuð og haldið áfram svo í Halanum fram undir morgun............


Engin ummæli: