26.10.04

Stórt framfaraskref

Jæja það kom að því ég hef verið með 100% mætingu fram að þessu í skólanum.
En í dag skrópa ég í tveimur tímum!!!
Hræðilegt og erfiður þröskuldur að fara yfir en tókst :-) Þannig er mál með vexti að ég bý í stóru húsi þar sem búa margir fatlaðir og hingað til hefur verið hér húsvörður eða þessi 8 ár sem ég hef búið hér sem tryggir öryggi okkar ef eitthvað kemur uppá ásamt að sinna húsvörslu og þrifum kalla til iðnaðarmenn ef þarf. Nú er hann hættur og ÖBÍ ætlar ekki að ráða annan í hann stað og boðar til húsfundar, hins fyrsta í sögu hússins. Mér finnst ég verða að mæta og mótmæla þessu finnst illa brotið á okkur íbúum hússins. Auðvitað er 100% mæting í skóla tómt rugl en svona er ég bara mæti þar sem á að mæta ef ég hef tekið þessar skildur á hendur mér. Sem sagt þó ég sé með bullandi samviskubit vegna fjarveru minnar úr skólanum er ég samt stolt af þessu framfaraskrefi mínu.

Engin ummæli: