26.10.04

Stuttverkahátið og fundarstjórn i partýi

Helgin var góð hjá mér Stuttverkahátíðin var mjög góð og margt spennandi að sjá. Gaman að sjá hversu breið flóra er af góðum leikurum í áhugaleikhúsunum. Okkar fólki gekk vel en fékk slæma gagnrýni. Reyndar fengu flestir slæma gagnrýni held þau hafi nú bara verið í óstuði þau Silja og Jón Víðis gagnrýndi eiginlega bara bókmenntalegt gildi verkanna. Lítið sem ekkert leik og fl. Jæja en það var gaman á eftir átti að skunda á Kringlukrána fyrst við vorum stödd þarna en þegar til kom var ekki pláss fyrir alla hjólastólana þar inn. Fórum að hlustu á ræðumaraþon kvenna í Kringlunni og enduðum svo heima hjá mér í partý. Þar var svo mikið sem þurfti að tala um eftir hátíðina að Grétar Pétur tók upp á því að hafa fundarstjórn í partýinu. Stórskrítið en þrælvirkaði á öll málglöðu félgsmálafríkin.

Engin ummæli: