28.10.04

Ömurlegur dagur

Í dag var einn af þessum leiðinlegu dögum í lífi mínu. Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að rósirnar sem ég fékk á þriðjudagskvöldið eru dauðar hver og ein einasta. Dreif mig fúl í skólann, kominn hálka ömurlegt.

Fyrsti tíminn var VMM vefsíðugerð, þar sem við fengum loksins úthlutað þemunum sem við eigum að hafa í lokaverkefninu sem megineinkunn áfangans byggist á. Mér finnst þeir allir ömurlegir. Sé ekki fram á að smíða draumavefsíðuna mína.

Eyddi öllum hléum til að reyna að hitta á umsjónarkennarann til að staðfesta val mitt fyrir næstu önn. Tókst ekki :-(

Fór heim í einu gatinu, kallinn liggur í flensu.

Þegar ég kem aftur í skólann og legg bílnum mínum á þetta ömurlega bílastæði nemenda í FÁ opna hurðina og ætla út. PANG!!! Kemur ekki annar bíll brunandi inn í stæðið við hliðina og ekur beint á hurðina á mínum bíl. ARG!!!

Tjónaskýrslur tryggingafélaganna eru svo sér kapítuli út af fyrir sig :-(

Fór í LLF ljós og litafræði þar voru fáir ef nokkur annar en ég búinn að vinna heimaverkefnið sem við fengum fyrir viku svo tíminn fór í það ég mátti fara heim. Ömurleg sóun á mínum tíma, hefði vilja hafa kennslu þetta er virkilega spennandi námsefni.

Fór að baksa við tölvuna mín þegar heim kom hún vildi ekki gefa frá sér hljóð skreið bakvið hana undir borð til að athuga hátalarasnúruna sem auðvita hafði losnað þegar skúrað var í morgun. Fékk svona herfilegt tak í bakið og er nú skíthrædd um að það sé bara byrjunin á löngu bakverkjaferli, er nefnilega með spengt bak og vefjagigt og má auðvita ekki skríða undir borð ofl. ofl. sem ég kýs að hundsa meðan ég kemst upp með það. Það minnti mig líka á að ég væri búin í sumarfríi sem hófst í ágúst frá sjúkraþjálfanum mínum þar sem ég á að vera að minnsta kosti tvisvar í viku allt árið. ;-(

Hef ekki fengið neitt skeyti frá Afríku í dag og gær.

Nú er mér kalt, komin með beinverki og hausverk. Best að skríða undir sæng og vona að dagurinn á morgun verði betri.

Engin ummæli: