7.10.04

Heiður

Hvatningarbikar Trimmklúbbs Eddu Posted by Hello


Í gær varð ég þess heiðurs aðnjótandi að vera sæmd hvatningarbikar Trimmklúbbs Eddu. Þetta er mér mikill heiður. Ég hef verið í klúbbnum í rúmt ár á sumrin göngum við tvisvar í viku í Grasagarðinum sem var bara æðislegt í sumar í góða veðrinu og ekki spillti félagsskapurinn. Á veturna er svo sundleikfimi í Grensásslaug. Yndislegir tímar þar sem maður getur spriklað í lauginni án verkja. Edda Bergmann stjórnar þessu með bros á vör eins og henni er einni lagið. Þetta kom svona mátulega vel tímasett hjá Eddu eins og hún hafi verið að lesa hugsanir mínar. Ég hef verið að hugsa um að sleppa sundleikfiminni fram að jólum þar sem miðvikudagarnir eru svo langir í skólanum og leiklistin um kvöldi en ætli ég þrauki ekki þorrann og vona að stundataflan raðist betur eftir jól. Ég hef haft mjög gott af leikfiminni og göngunni en þar var ég einmitt að skila inn hvatningabikar sem ég var sæmd í haust.
Báðir þessir bikarar eru þannig að hver hefur hann í einn mánuð og fylgir bók með þar sem fólk skrifar eitthvað og er gaman að lesa það.

Engin ummæli: