25.9.05

Ganga og PÓKÓK

Ég er búin að vera mjög dugleg að ganga undafarið, farið flesta daga með Erni og Labbakútunum einhvern hring um nágrennið. Í dag fór ég hringinn í Laugardalnum ásamt Sóley og Erni. Vonandi tekst mér að halda þessu eitthvað áfram þó hann sé nú að kólna ansi mikið.

En ég hef alls ekki verið nógu dugleg að hreyfa mig enda erfitt stundum þegar manni er illt hér og þar. Ég er í sundleikfimi með Trimmklúbbnum og svo stefni ég að því að fara að gegna honum Gústa mínum og fara í tækjasalinn þó mér finnist það með því leiðinlegra sem ég geri.

En það er ekki allt leiðinlegt nú er spennan að fara að vaxa í Halaleikhópnum. Það er búið að ráða leikstjóra Vilhjálm Hjálmarsson til að leikstýra okkur í vetur, hann ætlar að taka fyrir Pókók eftir Jökul Jakobsson og ég hef þegar fengið það hlutverk að vera aðstoðarleikstjóri mér til mikils heiðurs og gleði.

Ég er komin með handritið í hendurnar og það er mikið spáð og spekulerað. Stjórnin er að lesa handritið líka þannig að nú er fólk að stinga saman nefjum hér og þar og ekki rætt annað en Pókók.

Stjórnin var svo framsýn að ráða líka Ármann Guðmundsson til að skrifa leikrit fyrir leikárið þar á eftir í samvinnu við hópinn og vera líka með námskeið fyrir okkur í haust. Þannig að ég er alsæl og bjart framundan, næg verkefni og mikil gleði.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.