14.9.05

Stóri bróðir minn er 50 ára í dag ;-)

Ég er svo heppin að eiga þrjá bræður alla jafnyndislega en samt svo ólíka að það er ekki fyndið. Stefán Þórður er elstur hann á afmæli í dag er 50 ára ótrúlegt það hljóta að vera meira en tvö ár á milli okkar mig hlýtur að misminna eitthvað. En allavega Stebbi minn stóri bróðir til hamingju með afmælið í dag.

Hver er Stebbi? Ja ekki veit ég hvað skal segja hann er ólíkur mér að ýmsu leiti hann er tildæmis oftast pollrólegur, er ekkert að ana að hlutunum. Nei annars þessi samanburður gengur ekki upp alltof margir mínusar fyrir mig. Stebbi er sem sagt smiður og býr í Osló. Er þar húsvörður í blokk sem hann býr í og gerir upp íbúðir í frítíma sínum. Er svo í fullu starfi sem vaktmaster í ráðhúsinu í Osló sem er víst svaka flott.

Stebbi hefur búið í um það bil 20 ára að ég held í Noregi og ég hef aldrei heimsótt hann !!! En hann kemur oftast á hverju ári í heimsókn til mín stundum oft á ári. Heppinn er ég að eiga svona stóra bróðir.

Stebbi er nú staddur í Greyton hjá Villa bróðir og vona ég að þeir bralli eitthvað skemmtilegt saman í tilefni þessara merku tímamóta. SKÁL til S-Afríku fyrir Stebba.

Set hér inn nokkrar myndir af kappanum.



Þegar við vorum lítil tíðkaðist að fara í sunnudagsbíltúr á Þingvelli og Stokkseyri þar sem amma bjó. Alveg er ég viss um að þessi mynd af frumburði pabba er tekin á sunnudegi.



Aumingja Stebbi var ekki lengi einn í heiminum hann eignaðist háværa systir en þótti nú ósköp vænt um hana samt og reyndi að passa óargadýrið.



Stebbi eignaðist snemma þetta glæsilega hjól sem allir öfunduðu hann af. Mörgum árum seinna sökktu hrekkjusvínin á Brekkustígnum því í höfnina



Á jólunum vorum við alltaf puntuð upp og stillt upp fyrir myndatökur, það var hápunkturinn hjá pabba



Stebba fannst alltaf gaman að eldi hér reynir hann að kenna litlu systir að grilla. Takið eftir skónum og jakkanum flottur gæi



Stebbi átti flottustu bílabraut í hverfinu og hafði heilt herbergi undir súð fyrir hana. Vá hvað maður öfundaði hann



Stebbi var frekar lágvaxinn en eitt árið óx hann og óx



Hann hefur alltaf verið mikið fyrir útivist og ferðalög eins og sét hér á þessari mynd sem tekin er í Rekavík 1969



Svo tók hárið á honum líka að vaxa og var sítt og mikið eins og sést á þessari fjölskyldumynd sem var tekin við fermingu Villa 1973



Þessi finnst mér mjög sérstök og lýsa honum nokkuð vel. Hér er hann á Stokkseyri sennilega í fermingu Guðbjargar Pálsd ásamt Steindóri Sverrissyni og Gunnari Leifssyni.




Hér er Stebbi uppá einhverjum jöklinum ásamt Dóra Nell og Grétari Antons sýnist mér. Eitthvað er hann nú farinn að vaxa uppúr hárinu þarna



Hér er svo ein af þeim nýrri síðan í fyrra þegar við systkinin hittumst áður en Villi flutti til S-Afríku. Reyndar vantar Sigrúnu Jónu þarna en svona er það þegar fjölskyldan býr út um allan heim. Stebbi, ég, Villi og Palli

Engin ummæli: