3.9.05

Árni er yndislegur

Ég er svo heppin að eiga alveg frábæran frænda sem fær frábærar hugmyndir og framkvæmir þær. Hann var búinn að segja við Kjartan að hann ætlaði að verða fyrstur á bryggjuna þegar róðrinum lyki. Helst tjalda á bryggjunni. Nú þegar Frelsis leiðangurinn er á enda ákvað hann nú að standa við orð sín.



Í dag hrinti hann af stað verkefninu Beðið eftir Kjartani og var mættur á Ægisgarð kl. 14.00 í dag (föstudag) Hann fékk ekki leyfi hafnarstjóra til að tjald en Hvalaskoðunarmenn voru svo yndislegir að lána honum miðasöluskúr til verkefnisins.



Árni ætlar að vera á bryggjunni þar til Kjartan kemur í land í Reykjavík. Við Örn fórum og vorum með honum og fleirum í dag. Og komum svo aftur fílefld velklædd og eyddum kvöldinu með honum og dyggum stuðningsmönnum hans.



Fólk var að koma og fara en nokkur hópur var stabíll, en Árni er sá eini að ég held sem ætlar að þrjóskast alla nóttina. Þó Árni sé frábær og einstakur þá treysti ég mér nú ekki til að dvelja á hafnarbakkanum í alla nótt.



En Kjartan er nú kominn að Keilisnesi og fer þaðan kl.08.00 í fyrramálið (laugardag) og áætlar komu sína til Reykjavíkur kl.14.00 stundvíslega. Þar mun verða eitthvert hullumhæ KK mun halda uppi stuðinu. Og við mætum að sjálfsögðu.

92 dagar að róa hringinn kringum Ísland er mikil þrekraun, það snertir mig djúpt hversu mikil hetjudáð þetta er. Kjarkurinn ógurlegur og lætur svo Hjálparliðasjóðinn njóta. Ef það væru til fleiri eins og hann þá held ég heimurinn liti öðruvísi út.

En aftur að Árna yndislega það er þessi með hvítu derhúfuna á myndunum Áfram Árni.

Og svo er bara að fjölmenna og allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu Sjálfsbjargar lsf.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi Árni er eitthvað léttruglaður... Miðað við það sem ég les á þessari síðu... Á.Sal.