17.9.05

Himnaríki og meiri hauststemming

Á miðvikudagskvöldið buðu vinir mínir okkur hjónum í Hafnarfjarðar leikhúsið að sjá Himnaríki eftir Árna Ibsen. Þetta var hin besta kvöldskemmtun og mjög skemmtileg innsetning. Leikið var á tveimur sviðum og skipt um sæti í hléi. Leikritið fjallar um sumarbústaðaferð 6 ungmenna sem þekkjast mis mikið. Þetta er kómidía sem svo sem skilur ekkert eftir nema gleði yfir góðu kveldi sem er nú ekkert slæmt.

Leikurinn var allur mjög góður og umgerðin skemmtileg. Lengi verður munað eftir því þegar ein leikkonan tók sig til og ætlaði að pissa í heita pottinn en datt þá ofan í hann með tilheyrandi buslugangi. Svo hinumegin þegar sama leikkona pissaði í eldhúsvaskinn sem svo grænmetinu var skellt ofaní. Takk Stebba og Labbi fyrir góða kvöldstund.

Í dag kom svo Hekla til okkar og þá var nú notað góða veðrið og farið út í haustblíðuna. Hekla á hjólinu, Örn á Viktoríu og ég á tveimur jafnfljótum. Í stuttu máli sagt fórum við heldur lengra en grindin mín þoldi og er ég nú að súpa seiðið af því. Vorum 2 og hálfan tíma á labbi!!!

Við skemmtum okkur aftur á móti konunglega gengum, hjóluðum og keyrðum langleiðina út í Nauthólsvík eftir þessum fína göngustíg. Fórum svo inn í Fossvogskirkjugarð vestanverðan og gegnum hann allan og út að austanverðu. Myndavélin var að sjálfsögðu með í ferð enda litirnir allveg að æra mig af gleði, breytast dag frá degi þvílíkt himnaríki.

Í kirkjugarðinum er uppáhaldsstaður Heklu og Ödda hringtorg nokkuð sem þau elta hvort annað hring eftir hring og hlæja mikið. Við týndum fullt af laufblöðum í öllum regnbogans litum og nú stefnir í mikið föndur :-)



Fallegir litir



Litirnir taka stöðugum breytingum, vonandi kemur ekki rok strax og feykir þessari dásemd burt



Hekla og afi eru góð saman á heimleið úr þessum langa göngutúr nældi Hekla sér í ólina af myndavélatöskunni og krækti aftan í Viktoríu og í stýrið á hjólinu og lét afa draga sig upp mestu brekkuna við mikinn fögnuð.



Hrikalegir prakkarar saman.



Hjóla hring eftir hring eftir hring kringum þetta hringtorg í kirkjugarðinum.



Hekla var orðin lafmóð efir þetta ævintýri

Engin ummæli: