30.9.05

Ofurfyrirsætan

Ekki láta ykkur bregða þó forsíðumynd af mér sjáist í hillum bókabúða á næstunni. Mín bara orðin ofurfyrirsæta. Kem til mað að vera í forsíðuviðtali á Time í október. Hvers vegna er enn algert hernaðarleyndarmál.

Annars rólegur föstudagur lognið á undan storminum. Annað kvödl fer ég í Þjóðleikhúsið að sjá Edith Piaf. Hlakka mikið til allir sem hafa farið leggja mikið lof á þessa sýningu.

Um helgina er líka pungaprófið í leikstjórn eða réttara sagt fyrirlestrarhelgi hjá BÍL sem ég ætla að skella mér á ásamt fleiri Hölum. Spennandi.

Nú svo verður líka að læra eitthvað og djamma eitthvað og sinna fjölskyldunni eitthvað. Ligg annars í Hobbit fyrir enskuna. Og Photoshop fyrir MOMið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Það er nú ekki ónýtt að eiga tengdó sem er ofurfyrirsæta! Annars er forvitni mín vakin yfir þessu dularfulla viðtali. Það skyldi þó ekki vera um handprjónaðar húfur.

Nafnlaus sagði...

Nú er ég forvitin!!!! Ég vissi ekki að hún móðir mín væri orðin svona fræg!!!
annars ætlaði ég líka að láta vita að ný slóð á síðu Heklu er http://www.barnanet.is/heklabjarnadottir

Nafnlaus sagði...

Ég er líka forvitinn