22.9.05

Sofnaði vel en vaknaði illa

Það er nú ekki alltaf himnaríki á jörð þó svo mætti kannski ætla af síðustu bloggum og þó....

Guðmundur, Villi og Stebbi hringdu í gærkveldi í mig og biðja kærlega á heilsa öllum á Íslandi sérstaklega Hölunum. Átti við þá gott og notarlegt spjall en þeir voru að fara með Stebba í flug til Noregs svo ég sofnað sæl og glöð.

Vaknaði svo eins og venjulega við vekjaraklukkuna kl. 7.00. En það vildi ekki betur til en svo að þegar ég settistu upp klár í daginn fór nefið á mér í æðiskast. Það fossaði skyndilega blóð úr báðum nösum of miklum krafti. Illa gekk að hemja rennslið sérstaklega öðru megin en tókst samt að gera mest af morgunverkunum á meðan. Henti svo kremtúpunni minni og klútnum sem ég pússa gleraugun í klósettið með blóðugum klósettpapír allt í volli.

En ótrúlegt en satt komst á réttum tíma í skólann en er búin að vera ferlega illt í nefinu sem ég þori ekki að snerta svo ekki skrúfist frá krananum aftur. Minnug þess að fyrir mörgum árum þurfti að brenna fyrir æð í nefinu og það var vvvooooonnnnnnnttttt.

Fyrsti tíminn var enska sem er mér sérlega erfið. Fengum prófið fékk 6,3 lægsta einkunn sem ég hef fengið í skólanum öll þessi ár. Mér sem fannst mér ganga svo vel. Svo áttum við að gera verkefni hlusta á CNN og svara spurningum úr fréttinni. Ég vægast sagt gat ekkert nánast svona 10% af svörunum. Alveg úti að aka í dag.

Svo var það Gagnasafnsfræðin þar vorum við að búa til gagnasafn sem innbar meðal annar myndir. Það gekk heldur illa sama hvað við reyndum ekki tókst að setja jpg. myndir inn. Allur tíminn fór að streða við það án árangurs.

Svo kom Java tími Ó Jesus það var skelfilegur tími ég var einhversstaðar úti á túni enda verið að forrita í Java hvernig á að finna staðalfrávik, fervik, meðaltal og fleira hástærðfræðilegt sem ég kann ekki einu sinni að nefna hvað þá forrita.

Úbs allt í steik, en nú er komið hádegi og frí til 1 þannig að nú ætla ég að fara að reyna að snúa þessum degi til betri vegar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Jón Eiríksson sagði...

Skilaðu kveðju til Gumma og Villa frá okkur næst þegar þú heyrir í þeim. Við vorum alvarlega að spá í að fara að heimsækja þá og er það svona á umræðustigi ennþá. Hvað úr því verður veit ég ekki ennþá.
Svo er ég að skipta út blogginu og er komin á sama stað og þú
www.jondi.bloggspot.com er að setja það upp og færa gamlar færslur frá hinum staðnum.