7.9.05

Svart og hvítt

Fréttir dagsins komu á óvart en kættu mig mikið. Óvinur öryrkja númer eitt er hættur í stjórnmálum. Húrra segi ég nú bara. Verst fannst mér að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu og fleiri mæra kallinn eins og hann væri dýrlingur. Fuss og svei mannaþefur í mínum helli. Kannski sankti Davíð verði aðalmyndin á jólakortunum í ár. Ekki hef ég enn getað litið manninn réttum augum síðan hann gekk á snið við hvern hæstaréttardóminn á fætur öðrum og taldi þjóðinni trú um að nú hefðu öryrkjar það mjög gott og skerðingarákvæðin væru ekki til staðar lengur. Því miður trúa margir þessu bulli enn.

Annars frábær dagur þrátt fyrir kulda. Fór úr einum forritunartímanum í annan og svo í frí vegna busavígslu. Einhverja galdra voru þeir að fremja þegar ég skaust út. Reykur um alla ganga og brunabjöllurnar glumdu. Vonandi verður skólinn samur eftir. Svo var busaball í kvöld sleppti því nú alveg ekki alveg minn aldur markhópurinn. En fékk skemmtilega hugdettu sem ég framkvæmdi á nóinu.



Skelltum okkur hjónin á grínharmleikinn Dauða og jarðaber í flutningi Félags flóna í Möguleikhúsinu. Klukkutíma skemmtun sem ég mæli með. Þeir Gunnar Björn og Snorri fóru á kostum. Það eru aðeins tvær sýningar eftir á föstud. Og laugard. Kl. 21. Kostar aðeins 1000 kr og Möguleikhúsið er aðgengilegt fyrir hjólastóla. Smá auglýsing en hvað með það. Það er alltaf svo skemmtilegt þegar maður fær skyndihugdettur og framkvæmir spontant. Við sáum brot úr sýningunni fyrir norðan og síðan hef ég verið á leiðinn að sjá hana. Þeir eru svo miklir sjarmar þessir strákar og frábærlega hæfileikaríkir.


Öddi fer mikinn á Viktoríu þessa dagana, fréttist af honum með henni í Breiðholtinu í dag !!!!

Trimmklúbburinn Edda hefur nú hætt sumargöngunum og sundleikfimin hófst í dag. Fann ýmsa vöðva sem ég hef greinilega ekki notað lengi. Notalegt að hitta kerlurnar aftur en karlarnir létu ekki sjá sig.

En þó gönguhópurinn sé kominn í vetrardvala hef ég verið dugleg undafarið að ganga hér um nágrennið með Erni og .......

Stebbi bróðir er kominn til SuðurAfríku svo nú er það 2 stig fyrir S.Afríka 2 stig fyrir Ísland og 1. stig fyrir Danmörk.

Engin ummæli: