5.9.05

Lífið er yndislegt

Lífið er yndislegt þegar maður á góða og trausta fjölskyldu. Í gær var ein af þessum gæðastundum sem hún kemur saman. Mín fjölskylda er smá hér á landi sem stendur telur 12 manns ef allt er talið. Við komum öll saman (utan einn) hér á Sléttuveginum og borðuðum saman og áttum góða kvöldstund saman.



Palli, Frosti, Ingimar og Bryndís



Frosti, Palli, Ingimar, Lovísa og Bjarni



Lovísa Lilja, Gabríel og Palli



Hekla, Bjarni, Sigrún og Örn



Gabríel í stuði



Soldið feiminn svona fyrst betra að hvísla að mömmu fyrst



Hekla er alveg að verða 8 ára (6.sept) fékk því smá forskot á sæluna



Bryndís stóra systir kom líka.

Já þetta var yndislegt. Og lífið hjá mér er það þessa dagana, mikið spennandi framundan. Í kvöld verður stjórnarfundur hjá Halaleikhópnum þar sem tekin verður ákvörðun um leikstjóraval fyrir veturinn, ég er mjög spennt að heyra niðurstöðuna úr því, tveir mjög álitlegir kostir í stöðinni. Svo er Kirsuberjagarðurinn í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld og margt margt spennandi framunda :-)

1 ummæli:

pirradur sagði...

Mér finndist nú ansi gaman að sjá halaleikhópinn spreita sig á einu sérstæðasta, undarlegasta og frábærasta skáldi okkar íslendinga þ.e.a.s Þórbergi Þórðarsyni. Mig langar að sjá Halan taka Ofvitan.