17.10.05

Fljúgandi þusundkallar

Í dag var dekurdagur bílsins þessarrar elsku sem við erum svo bundin sterkum tilfinninga böndum á þessu heimili. Hann átti það nú alveg inni eins og hann er nú búin að þjóna okkur vel í tæp 5 ár án þess að varla slá feilpúst. Jafnvel þegar hann fær ekkert viðhald í langan tíma nema smá bensínskvettu til að halda sér gangandi.
Stundum er hann beyglaður reyndar svolítið oft en alltaf stendur hann sína plikt þessi heiðursbíll.

Hann fór sem sagt í dekurbað í morgun, fékk fullan tank af bensíni og spáný loftbóludekk undir sig. Heldur var hann nú ánægður með sig þessi elska verst að hann drullaði sig allan út aftur á heimleiðinn klst seinna. Og þúsundkallarnir fuku hressilega úr veskinu en sé ekki eftir þeim peningum. Verð að geta treyst því að komast áfram í hálku og snjó eða hvaða veðri sem við Frónbúar þurfum að búa við á okkar indæla landi.

Fatta það að ég á enga almennilega mynd af Kiunni til að setja hér bæti kannski úr því fljótlega.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sæl mín kæra - var að uppgötva hvernig ég sendi inn skilaboð inná síðuna þína - ég held að það hafi ekki tekist áður. kveðja í bæinn - gullannnnn