28.10.05

Tíminn líður hratt



Í dag eru 28 ár síðan við hjónin settum upp hringana á Rauðalæk 11 þar sem við bjuggum í kommúnu ásamt Gullu, Jóhönnu og Steina einn vetur. Það var ansi skrautleg sambúð enda allir í blóma lífsins. Aðal skemmtistaðurinn var Klúbburinn. Í tilefni trúlofunnarinnar var heilmikið partý og svo var foreldrum og ömmum boðið í kaffisamsæti þar sem þau hittust í fyrsta sinn. Þar féllu ýmsir gullmolar af vörum móður minnar sem enn eru í hávegum höfð. Nú eru allir gestir í því kaffiboði látnir nema við hjónakornin sem giftum okkur ári og einum degi seinna, þá búsett í Samtúni 6 og höfðum eignast frumburðinn sem var skýrð við það tækifæri.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til lukku með daginn! Afar myndarlegt par ennþá 28 árum síðar.
Kveðja dóttirin

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju. ég er sammála dótturinni. Þið eruð myndarlegt par.
kveðja
Edda V.

Nafnlaus sagði...

Hæ Já ég var að fara yfir bloggið þitt og datt í hug að biðja þig um að opinbera gullmolana sem mamma þín sáluga lét falla. Já og fleiri myndir takk helst eld gamlar...Gangi þér vel kv.maggi