31.10.05

Timinn líður hratt

Tíminn æðir áfram og enginn tími hefur verið fyrir blogg. Nám og fjölskylda hefur fengið að vera í forgangi að mestu síðustu dagana.

Nú er farið að styttast í seinni endann á skólanum það er hálfgerður tregi sem grípur mig þegar ég hugsa um það. En allt tekur enda. Hver veit svo hvað manni dettur í hug að gera með vorinu.

Já með vorinu því ég ætla að helga Halaleikhópnum fyrstu mánuði næsta árs þar á að setja upp Pókók í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar og fæ ég þar að vera við hlið hans. Ég hlakka mikið til þessa verkefnis þó ég hafi ekki enn fundið tíma til að gera ýmislegt sem ég ætlaði að vera búin að framkvæma.

Ég lauk í fyrrakvöld stóru verkefni í fjölmiðlafræði sem ég hélt ég kæmist aldrei fyrir endann á enda var það stór ritgerð með myndum um nytjahönnun á 20 öld. Ekki svo lítið efni þar. En mikið var ég fegin þegar því lauk.

Nú er ég að gera spilastokk frá grunni má ekki stela myndum eða neinu verð að gera þau alveg. Komst á skrið í kvöld enda er þetta búið að malla í kollinum á mér meðan á ritgerðarsmíðinn stóð. Ætla að klára það fyrir helgi.

Svo er ég stungin af til útlanda. Var boðið til Köben og Malaga. Slæ öllu upp í kæruleysi og ætla að safna orku. Veitir ekki af eftir erfiða mánuði undanfarið.

Þarf reyndar að taka eitthvað af skólabókum með en bara smá, fer beint í enskupróf þegar ég kem til baka. En er búin að vinna í haginn í flestum öðrum fögum.

Engin ummæli: