4.10.05

Kúvending

Stundum er manni kippt niður á jörðina og við minnt á að enginn er ódauðlegur. Enginn veit hver lífsbrautin verður, hvað gerist á morgun eða hvort við lifum til morguns yfir höfuð.

Æ nei þetta er of háfleygt. En þó alveg satt. Í gær var mér kippt niður á jörðina þegar ég frétti af alvarlegum veikindum hjá nánum fjölskyldumeðlim. Margar hugsanir flugu í huga mér fram og til baka í allan gær, í alla nótt og allan dag. Hugsanir sem sannfæra mig alltaf betur og betur um hvað er mikilvægast í lífinu. Fjölskyldan og heilsan. Samt er ég oft upptekin af ýmsu og sinni ekki fjölskyldunni nema með höððum og glöppum. Hvað heilsuna varðar hef ég oft verið sjálfri mér vond. Samt veit ég betur.

En þegar aðstæður eru eins og núna er bara eitt sem ég get það er að biðja.


Vertu nú yfir og allt um hring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni


Þetta er uppáhaldsbænin mín þegar að þrengir, ég hugsa hana myndrænt og sendi englan mína í einni halarófu þangað sem þeirra er þörf. Nú eru þeir staddir í Sommerset West.

Engin ummæli: