11.10.05

Snjókorn falla

Var farin að syngja jólalögin áðan í bílnum og fattaði hvað það var stutt til jóla. Ég hætti mér upp í Grafarvog í kvöld í fyrsta saumaklúbb vetrarins. Já ég er í saumaklúbb merkilegt nokk og við saumum heilmikið í honum. Í kvöld var samt mest prjónað. Er að hanna merkilega flík sem á örugglega engan sinn líka. Allt til að þóknast Vikoríu. Kannski kemur mynd þegar verkinu er lokið. Allavega það féllu snjókorn í myrkrinu í efri byggðum í kvöld. Ætlum að hittast hálfsmánaðarlega til jóla.

Ég fékk miðannarmatið mitt í dag 3 A og 2 B og 100% mæting. Get ekki annað en verið ánægð með það. Fannst ansi merkilegt að fá 3 A því sú lenska er meðal kennara hér að gefa alls ekki A "því þá fara nemendur að slaka á" merkileg staðreynd.

Örn fékk nýja hjólastólinn sinn í gær og er hundóánægður með hann enn sem komið er. Þarf eflaust að stilla hann eitthvað.

Nú er ég búin að draga fram fjallaskóna og "gulu hættuna" svo það er hægt að fara í göngu í öllum veðrum.

Einhvernveginn sýnist mér allir vera að hætta að blogga í kringum mig. Skil ekkert í þessum faraldri. Nenni ekki að hreinsa strax út af linkalistanum. En það kemur að því.

MOM kennarinn er búinn að vera veikur svo ég er ekki farin að fá enn umsögn um Time síðuna bíð spennt.

Engin ummæli: