5.10.05

Görótt bílferð

Merkilegt hvernig vinklarnir verða stundum. Í dag fórum við hjónin í leiðangur ætlunin var að láta þvo bílinn og kaupa á hann vetrardekk.

Við vorum búin að gera mikla verðkönnun og vel skipulögð ferð var farin. Ætlunin var að kaupa loftbóludekk hjá Bílabúð Benna. Á leiðinni uppgötvuðum við að FÍB skýrteinið var týnt en það á að skila okkur 15% afslætti.

Þá var tekinn vinkill á leið okkar og verslunarleiðangurinn snerist allt í einu um rúmfatakaup. Eftir miklar leitir í tveimur stórum verslunum er ég ekki hissa á heilsufari þjóðarinnar. Öll rúmföt sem ég sá voru svo ljót að ég held að fólk hljóti að vera með martröð á hverri nóttu.

Allavega komum við heim með engin dekk, engin rúmföt, moldugan bíl, en með göngustafi og sundskó ;-)

Engin ummæli: