8.10.05

Ok ok og coffin

Ok ok þetta er PhotoShop verkefni þar sem við áttum að taka mynd af okkur sjálf og PhotoShoppa hana og finna okkur eitthvert virt tímarit og gera forsíðu með öllum smáatriðum réttum, eins og letri stafabili stafahæð skuggum og allt eins og um tímaritið væri að ræða.

Ég valdi Time og forsíðan sem ég kóperaði er síða í sept. 2003, hægt er að sjá hana HÉR. Já já það eru stafsetningarvillur enda er þetta á ensku. Og ég er mjög léleg í ensku eins og alþjóð veit. Enginn prófaralesari tiltækur um miðja nótt þegar textinn small saman enda var hann fyrir mér algert aukaatriði það er það sem stóð í honum mikið aftur á móti lagt upp úr leturgerð of fleiru í kringum það.

En sambandi við enskuna þá var ég í skyndiprófi í vikunni fékk 4,3, meðaleinkunn var 6 er ekki alveg að ná sambandi við þetta tungumál. En strönglar enn og er ekki verst í bekknum mér til mikillar undrunar.

Ein skemmtileg saga sem fjölskylda mín heldur oft á lofti og passar að gleymist ekki er að þegar ég fékk Breiðbandið fyrst og fór að horfa á BBC (til að æfa mig í ensku).

Ég lá spennt í sófanum í fleiri klukkutíma að fylgjast með jarðaför Englandsdrottningar. Mér fannst þetta mjög merkilegt Bein útsending allan daginn af fólki sem beið í bifröð eftir að votta líkinu virðingu sína. Svo fer ég eitthvað að tala um þetta og vekja athygli annarra fjölskyldu meðlima á þessu og því hvað það væri skrítið að það væri alltaf verið að tala um að færa fólkinu kaffi í röðina meðan það biði. Ég sem hélt að Bretar drykkju te. Þá brast allt í hlátur á heimilinu og enn er hlegið að þessu.

Einhvern veginn hafði þetta farið vitlaust í mig en líkkista á ensku er víst coffin hvernig í ósköpunum átti ég að vita það saklaus sveitastelpan. Já svona er að vera ég.

En allavega ys og þys í allan dag læknastúss og útréttingar. Tókum eftir því hjónin hversu borgin okkar er sóðaleg. Þurftum að koma við á nokkuð mörgum stöðum og það var allstaðar bréfadrasl og allskyns umbúðir. Skyldu bæjarstarfsemenn vera komnir í vetrarfrí eða hvað. Eru kannski svona margir sem henda ruslu út um gluggan hjá sér eða hvað. Þetta þarf að laga. Munið hafa ruslupoka í bílnum fæst ókeypis í öllum lúgusjoppum.

Svo komu Labbakútarnir og vinir okkar í Skrabbl í kvöld áttum saman gæðastund.

Á morgum er svo mikið að gera félagsfundur í Halaleikhópnum þar sem kynna á verkefni vetrarins og fleira eins og sjá má á Halablogginu. Annað kvöld á svo að fara út að borða og huggulegheit. Sýnist svo stefna á partý eftir það hver veit !!!

Ekki má svo gleyma að læra í Hobbit allt um The Lonely mountain hvað sem það nú er?

En svona vegna prófarkalesturs þá veit ég vel að það eru líka vitleysur í íslenskunni hjá mér og tek alla ábyrgð á mig vegna þess. Skrifa meira af innlifun en færni og hef gaman af oftast nær og þá er tilganginum náð með hjá mér, fyrir mig. Ef það böggar ykkur þá bara hætta að kíkja við, ykkar mál (ein bitur):-)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vil ítreka og hef gert það á tuga annara bloggsíðna að innlifunin skiptir meira máli en stafsetningarvillurnar. Það eru meira að segja stafsetningarvillur á minni síðu. Plús það að því oftar sem þú skrifar og pælir í því hvað þú skrifar og hvernig. Því færri villur...
Einnig vil ég viðurkenna að þú plataðir mig upp úr skónum með Time verkefnið...

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála anonymus hér á undan. Þú plataðir mig líka.... Þangað til ég sá stafsetningarvillu og hef eflaust nefnt hana bara af minnimáttarkennd að hafa látið plata mig....
Það eru líka villur á minni síðu... En þær lagast með aldrinum
Númer eitt að halda áfram að skrifa!
og aftur... Verkefnið þitt er snilld!
Árni Salomonsson.