13.10.05

Rúm óskast

Í kvöld er í mér kvíði ég á að fara í læknisskoðun á morgun vegna endurnýjunar á örorkumatinu. Mér finnst þetta einhvern veginn alltaf jafn erfitt sem er svolítið skrítið einhver læknafóbía í gangi. Síðasta örorkumat mitt finnst hvergi í skjalasöfnum læknamafíunnar svo nú þarf að gera nýtt frá grunni með tilheyrandi skoðun Aaaarrrrg.............

Sigrún Jóna systir mín sem býr í Danmörk hringdi áðan og spurði hvort ég vildi ekki fá gest í viku. Ég hélt nú og hlakka mikið til að fá hana til mín nóg er fjarlægðin samt milli okkar systkinanna landfræðilega. En eitt vandamál þarf samt að leysa mig vantar aukarúm. Ef einhver á rúm til að lána mér í viku væri það vel þegið eða góða dýnu. Er einhver sem getur bjargað mér ?

Bakað skonsur í dag og vinirnir duttu inn einn af öðrum. Tókst samt ekkert vel hjá mér en þau tóku viljan fyrir verkið eins og sönnum vinum sæmir. Held að málið sé notkunarleysi á pönnukökupönnunni hún of oft notuð til að spæla egg sem er víst alveg bannað.

En hér er uppskrifin ef einhver hefur áhuga:

Skonsur

4 egg
1/2 bolli sykur
4 bollar hveiti
4 tsk lyftiduft
mjólk eftir þörfum


Pískið saman eggin og sykurinn, hrærið hveiti, lyftiduft og mjólk saman við. Deigið á að vera frekar þunnt. Steikt við vægan hita. Ath. uppskriftin er frekar stór oftast nóg að gera 1/2 uppskrift og má vel vera minni sykur annars bara smekksatriði.

Verði ykkur að góðu.

Úbbs fattaði það þegar ég pikka inn uppskriftina að ég setti ekki nægt magn af lyftidufti ;-(

Engin ummæli: