4.4.06

Hundadans :-)


Kynning á hjálparhundum


Hér á landi er ekki algeng sjón að sjá fatlað fólk með hjálparhunda. Þjónustuhundar, eins og þeir eru kallaðir, hafa verið þjálfaðir af Auði Björnsdóttur, sem er ein af fáum íslendingum sem hefur menntað sig til þess að þjálfa slíka hunda.

Miðvikudaginn 5. apríl næstkomandi mun Auður kynna hlutverk hjálparhunda í Halanum í húsi Sjálfsbjargar Hátúni 12 (norðan megin) kl. 17:00 með aðstoð Tryggs, en auk þess mun hundurinn Töfri dansa fyrir áhorfendur.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér mismunandi hlutverk þjónustuhunda að mæta á fundinn!

Engin ummæli: