11.4.06

Survivor var leiðinlegur. Fylgist sennilega ekki nógu oft með þetta tímabilið.

Fór bara í rúmið snemma að lesa Ísfólkið, magnaðar bækur sem hægt er að lesa aftur og aftur.

Skrítið að vera ekki að fara neitt alla páskana ekki einu sinni fyrirhuguð fjöldkylduboð eins og alltaf hefur nú verið báðum megin en mín fjölskylda er flúin land einu sinni enn og veit ekki með hina familíuna en nýafstaðin glæsileg ferming.

Kannski maður þurfi að gera eitthvað í þessu sjálfur, en letin er að drepa mig, eða ég er bara loks að slaka á eftir törn síðust mánaða, var lang lang þreytt.

Ætla í hádeginu að fá mér súpu og spjall hjá Sjálfsbjörg.

Er að skilpuleggja fjárölfunarbingó 3 maí fyrir Víðsýn, munið að taka þann dag frá nánari uppl. síðar.



Fékk skemmtilegan tölvupóst í gærkvöldi, Reykjaskólamót í júní en þar var ég veturinn 1974 til 1975 og tók tvö merkileg próf, bílpróf og gagnfræðaskólapróf. Held ég mæti pottþétt, kannski ég fari að grafa eftir gömlum myndum og skelli inn. Þessi er af skólaspjalinu. Þekktuð þig mig á myndinni ?

Engin ummæli: