18.4.06

Með lífið í lúkunum

Ég fékk stóran hnút í magann í dag og vissi að ég yrði nú að taka á honum stóra mínum. Já það getur stundum verið erfitt að vera foreldri jafnvel þótt börnin séu löngu vaxin úr grasi.

Sonurinn náði sem sagt þeim stórmerkilega áfanga í dag að taka bílpróf með glans að sjálfsögðu. Ég er nú nokkuð stolt af honum og segi bara til hamingju Ingimar minn.

En þá kom að martröð allra foreldra þegar litla barnið manns sest undir stýri á fjölskyldubílnum. Úff það var sko stessandi og ég í aftursætinu. Veit ekki hvort okkar foreldragerpanna var hræddari en létum sem ekkert væri og létum strák keyra okkur upp í Breiðholt og til baka aftur og meira segja leggja í þrönga stæðið í bílageymslunni.

Auðvitað stóð minn strákur sig eins og hetja og á eflaust eftir að verða afbragðsbílstjóri eins og mamman......

Annars hafa páskarnir verið ansi rólegir og notalegir. Fórum í afmæli til Hönnu og skvettum aðeins úr klaufunum á miðvikudaginn. Vorum svo með hrygg og alles á skýrdag og krakkana í mat. Það er alltaf svo notaleg.

Lágum svo bara í leti og lásum og lásum og slöppuðum af, fórum aðeins að viðra Viktoríu og kanna Fossvoginn aftur eftir vetrarfrí. Á páskadag var okkur svo boðið í Páskalambið til Steina mágs. Það klikkaði ekki frekar en vanalega. Takk Steini.

Í gær fórum við aðeins upp í Krika til að kanna aðstæður og máta okkur á pallinum með hitabrúsa og teppi. Áttum fína stund sem lofar góðu fyrir komandi sumar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ var að kíkja aðeins á síðuna þína - lukkukveðjur til Ingmars -. Þú ert að tala um að grafa upp eitthvað af gömlum myndum frá RSK þá fæ ég samviskubit fyrir hönd Dóra - Hann var að grafa upp gamlar myndir og þá held ég að ég hafi kannast við myndir sem þú átt. Varstu ekki búin að fá hluta samt af þeim ? kv Gulla og gleðilegt sumar.