27.4.06

Margir hnútar hnýttir

Í gær tóks mér loks að hnýta marga hnúta. Eins og alþjóð veit er ég félagsmálafrík og í gær held ég ég hafi hnýtt einhvern hnút í nánast allar nefndir og verkefni sem ég tek þátt í þetta árið nema sundleikfimina. Haldiði að ég hafi ekki gleymt henni. Fussum svei og skamm.

Dagurinn byrjaði í mikilli tölvuvinnu þar sem ýmsir hnútar voru hnýtti td. varðandi kynningarmálin fyrir 1. maí ofl. ofl. Heyrði í Villa mínum á msn sem var önnum kafinn en glaður í bragði og biður að heilsa öllum. Vonandi fer ég nú að fá að sjá kallálftina.

Þá brunaði ég niður á mitt annað heimili þessa dagana Sjálfsbjargarhúsið með ársreikninga fyrir Stínu sem situr sveitt yfir bókhaldinu enda farið að styttast í aðalfund og nú er leitað um allt að góðu formannsefni en það hlýtur að sleppa fyrir horn eins og annað.

Hitta fullt af Sjálfsbjargarfélögum og Hölum þar sem hin ýmsu mál voru reifuð fram og til baka. Fundaði svo smá með Grétar Pétri vegna Stokkseyrarferðar sem við erum að skipuleggja fyrir Samveru og súpu hópinn okkar á þriðjudögum. Nokkrir hnútar hnýttir í viðbót.

Brá mér þá niður í Vin en þar er ég ásamt félögum úr ferðafélaginu Víðsýn á fullu að skipuleggja fjáröflunarBINGÓ 3 maí nk. Fullt af flottum vinningum hafa safnast og nú er þetta allt að komast á fullt skrið. Lenti svo á planfundi þar sem farið ver yfir verkefnin sem framundan eru hjá Vin.

Þar er eitt spennandi kynningarverkefni sem ég ætla að taka fullan þátt í en það felst í að fara inn á Geðdeildar og kynna starfsemi Vinjar og fyrir hvað hún stendur. Fyrirhugað er að stofna sjálfboðahóp innan RKÍ utan um þessa vinnu sem ég of fleiri höfum svo sem sinnt í mörg ár ne nú eftir að notandi var ráðinn sem umboðsmaður þá lítur þetta allt miklu miklu betur út. Hitti hann á föstudaginn. Sjá nánar um það á heimasíðu Hugarafls

Gaf mér svo smá tíma í kaffispjall heima með Labbakútunum þar sem atvinnumál voru efst á baugi og partýundirbúningur. Já það stefnir allt í Halapartý á föstudagskvöldið og svo ætlum við á 3 systur hjá Hugleik á laugardaginn. Spennnandi helgi framundan.

Heyrði í Kristjáni Líndal sem rekur stórmerkilegt Minjasafn í Hveragerði, safninu var næstum því lokað vegna fjáreklu en nú slapp það fyrir horn. Safnið er aðgengilegt og mjög skemmtilegt. Mæli hiklaust með heimsókn þangað. Það voru aldeilis góðar fréttir og óska ég Kristjáni góðs gengis í framtíðinni.

Hnýtti svo ýmsa hnúta varðandi félagsmálanefndina enda þing að fara að koma.

Svo var stóri dagurinn í gærkvöldi Halaleikhópurinn fór í Borgarleikhúsið og var með sína fyrstu æfingu þar fyrir 1. maí. Allt gekk smurt eins og vél þannig að við erum tilbúin fyrir átökin og hlökkum mikið til. Sýningin verður kl. 18-20 við erum 3 á dagskránni síðust fyrir hlé.

Eftir að heim kom loks seint í gærkveldi voru svo enn fleiri hnútar hnýttir í tölvupóstsamskiptum. Og þreytt en sæl kona sem skreið inn í rúm að verða 2 í nótt.

Nú er ég á leið á fund niður á BÍL þar sem fleir hnútar verða hnýttir varðandi Stuttverkahátiðina Margt Smátt.

Engin ummæli: