24.4.06

Til hamingju með afmælið Villi

Elsku besti bróðir í heimi (jú jú hinir eru ágætir líka) Til hamingju með afmælið í dag. Vonandi verður þú ekki hlekkjaður við eldavélina eða kassann í Greyton í dag. Fór með aðra lúkuna ofan í stóra myndakassann og skannaði inn nokkrar myndir og set hér til skemmtunar.



Þetta er mynd tekin í útilegu við Hafravatn sem við félagarnir í Leynifélaginu Kátir Útlagar fórum í. Þetta var mjög öflugt leynifélag sem við vorum fjögur í ég Villi, Skúli og Guðbjörg. Við funduðum reglulega inní súðaskáp, saumuðum á okkur búninga og ferðuðumst mikið upp að Silungarpolli þar sem við áttum eyju sem við skýrðum Útlagaeyju upp úr Miranda. Já það voru ljúfir dagar. Sennilega hefur Skúli tekið myndina því hann vantar. Jú við vorum tæknivædd og áttum myndavél á þessum tíma, sennilega er þetta kringum 1968-9.



Þessi mynd er tekin í miklum gleðskap sennilega kringum 1997 þegar Sigrún Jóna og Steen komu til Íslands og líka Stebbi og vinur hans Salya og voru hjá mér í dálítinn tíma þá var sko skvett úr klaufunum eins og sjá má.



Villi hefur alltaf verið uppátækjasamur og eitt árið fór hann á floater niður laugaveginn í fullum herklæðum á víkingaskipi á Gaypride



Þessi er greinilega tekin af okkur systkinunum árið sem Palli fermist 1976 þarna tók Villi mikinn vaxtakipp eins og sjá má á apahöndunum



Þessi er tekin af þeim hjónakornunum á fertugsafmæli Villa fyrir stuttu síðan eða eru árin orðin 7 mikið er tíminn fljótur að líða



1999 var slegið til brúðkaups hér eru þeir Villi og Guðmundur og pabbi að staupa sig held þetta sé rétt áður en pabbi hélt víðfræga ræðu og sló eftirmynnilega í gegn. Verst er að ég man hana ekki almennileg rétt til að hafa hana eftir en endilega Villi og Guðmundur kommentið um ræðuna.



Villi og Lovísa Lilja á brúðkaupsdegi Villa 27. 7. 1999



Þetta er heim á Grettisgötunni í penthousinu á Tower einhvern Gaypride daginn. Daginn sem við fengum að sjá Frosta í fyrsta sinn :-)



Þessi fjölskyldumynd er tekinn 1994. Þegar mamma er enn heima en greinilega orðin mjög lasin. Á myndina vantar Sigrúnu Jóna minnir að þessi myndataka hafi verið fyrir ættfræðirit eða eitthvað svoleiðis, alger hryllingsmynd en svolítið fyndin líka krakkarnir að vaxa hvorki börn né fullorðin

Fleiri myndir vildu ekki inn núna en lofa fleirum næstu daga.

Engin ummæli: