18.11.05

Auglýsingahornið

Kvikmyndakvöld

Laugardaginn 19. Nóvember klukkan 20:00 mun Halinn sýna myndina ,,Sound of Music"

Klukkan 22:00 munum við svo sýna myndina ,,Life is Beautiful" með Roberto Benigni.

Athugið að þeir sem mæta munu ákveða hvaða myndir verða sýndar á næsta bíókveldi. Þar á eftir...

Aðgangseyrir: Gott skap og jákvætt hugarfar.

Staður: Halinn, Hátúni 12.

Er hugmyndin að nota sömu aðferð og síðast. Að fólk muni leggja í snakk... púkk, sem ALLIR geta snætt....

Drykki verður hver og einn að koma með sjálfur.

Hlakka til að sjá sem flesta!



Já já ákvað að láta auglýsingu flakka og svei mér þá ef ekki er von á fleirum. Það er mikið athyglisvert að gerast núna út um allt.

Sound of music er uppáhaldsmyndin mín hef ekki enn séð neina sem slær þeim töfrum út sem gripu mig í Gamla bíó þegar ég fór að sjá hana fyrst sem peð með mömmu. Eina skiptið sem ég veit til að mamma hafi farið í bíó sem er samt örugglega rangt hjá mér.

Fjölskyldan stríðir mér látlaust á þessari mynd en sama er mér. Staðföst stúlka þegar kemur að bíómyndum. Mamma ferðaðist svo seinna á þær slóðir sem myndir var tekin uppá og talaði mikið um það. Blessuð sé minning hennar.

Svo söng Öddi þetta Eidelwisinn fyrir mig í tilhugalífinu...USS....

Hér er verið að undirbúa komu Sigrúnar Jónu systir á sunnudaginn, auk alls annars.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú átt þér nú stuðningsmann í þessu, hana dótturdóttur þína þótt að það virðist sem svo að dálætið á þessarri mynd hafi stokkið yfir eina kynslóð (mig) þá barst genið áfram í Hekluna.
Frussandi fyndin tilhugsun annars að sjá pabba fyrir sér syngjandi til þín Edelwiss eða hvurnig svo sem það er nú skrifað.
Kv. Dóttirin