2.11.05

Hjúkk hvað maður er vitlaus

Merkilegt hvað heilinn getur farið illa með mann stundum. Í dag fór ég í nefaðgerðina sem ég er búin að kvíða svo ferlega mikið fyrir í heil þrjú ár. Safnaði loks kjarki og dreif í þessu. Vitir menn þetta var ekkert mál. Ég sem er búin að engjast og pínast og grána yfir þessu. Smá staðdeyfing sem er verst og svo bara .... hlífi ykkur við nánari lýsingum hér en bara smá brunalykt. Búið 5 mínútur. Merkilegt. Nú er bara að sjá hvort kæfisvefninn og hóstinn lagist við þetta.

En svona vegna kommenta um spilin þá eru þau alveg gerð frá grunni af mér eins og kápan skil ekki þessu tortryggni.....

Þetta eru ekki rúnir og ekki rómverskir stafir heldur rússlenskt letur sem heitir Cenobyte. Reyndar þurfti ég að búa til Íslensku stafina sjálf.

Annars er fullt að gera eins og fyrri daginn þó þessi tvö stóru verkefni séu frá. Mér hefur gengið mjög vel að vinna í haginn í skólanum. Á föstudaginn eru svo nefndafundir hjá Sjálfsbjörg dagurinn fer sem sagt í fundarhöld en það verður örugglega ekkert nema gaman. Ég er svo mikið félagsmálafrík :-)

Á laugardag er svo fundur í kvennahreyfingu Öbí og svo um kvöldið Haustfagnaður Sjálfsbjargar á höfuðborgasvæðinu og Íþróttafélagi fatlaðra þar verður örugglega líka mikið stuð ef ég þekki mitt fólk rétt.

Nú svo styttist óðum í brottför af landinu þannig að í mörg horn er að snúast. Vonandi að flensan grípi mann ekki áður. Fólk er að leggjast í hrönnum í kringum mann. Hekla komin með 39 stiga hita í gærkvöldi eða 29 stig eins og hún sagði sjálf. Maður krossar bara puttana.

Engin ummæli: