16.11.05

Kallinn kominn heim

Örn kom heim í dag eftir vel heppnaða aðgerð. Heilsast þokkalega enn sem komið er. Ekki var hann nú hrifin af aðbúnaðinum sem sjúklingar fá. Læknar og hjúkrunarfólk er til fyrirmyndar og standa sig mjög vel. En eitthvað er ekki í lagi með umönnunaraðilana. Flestir af erlendu bergi brotnir sem er jú allt í sóma en verra er að þau voru ekki talandi á íslensku. Fólk sem var þó að sinna sjúklingum skildu ekki þegar beðið var um vatnsglas eða mjólk út í kaffið og annað slíkt. Þetta er nú ekki í lagi. Það verður að borga þessi störf miklu betur svo hægt sé að fá íslensku mælandi fólk í þessi mikilvægu störf. Það er nógu erfitt að vera hundveikur á spítala og þurfa að glíma við allt sem veikindunum fylgir, þó maður sé ekki líka að glíma við tungumálaörðugleika. Fuss og svei.

En að skemmtilegri málum ég var að koma heim af leiklistarnámskeiði hjá Halaleikhópnum þar sem ég skemmti mér alltaf jafnvel. Í kvöld dönsuðum við Guðný Alda um sviðið í sæluvímu. Fyrir mér er leiklistin eilíf uppspretta gleði og orku til að takast á við hversdaginn. Maður gleymir verkjum og angri og skemmtir sér konunglega. Það eru alger forréttindi að geta leikið sér 48 ára gamall með fullorðnu fólki af öllu tagi. Mæli með leiklistarnámskeiði fyrir alla.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki kominn tími á að Davíð verði lagður inn - og dæli svo fjármagni inní heilbrigðiskerfið í þakklætisskyni eða bara til að sýna hve valdamikill hann er. Til lukku með að fá kallinn heim aftur. Gulla

Nafnlaus sagði...

Gott að karlinn sé kominn heim, við mæðgur reynum að kíkja á ykkur um helgina.
Kv. Dóttirin og dóttir hennar