14.11.05

Fimmtudagur:

Jæja nú ákvað ég nú að slappa aðeins af og gera það sem á víst að gera á Spáni liggja í sólinni og .... Ekki beint mín deild að liggja kyrr. En fyrst fór ég ásamt skiptinemunum og nokkrum Vinjurum á ströndina sem var handan við hornið á hótelinu. Löbbuðum eftir allri ströndinni á Torremolinos í sandinum og ég steig í fyrsta skipti á æfinni í Miðjarðarhafið. Og í raun í fyrsta skipti á baðströnd ef Nauthólsvíkin er frádregin svo þar kom eitt prikið enn fyrir heimalinginn. Auðvitað var komið við á kaffihúsi og í sölubúðum sem voru eins og hráviði um allt.

Þá var farið í sundbolinn og út að þessari fínu en köldu sundlaug við Hótelið. Lá þar og þurfti frekar mikið að hafa fyrir því að liggja kyrr en alger dásemd og góð hvíld. Dreif mig svo í labbitúr eftir verslunargötunni með Elaine og Buggu þar sem við fórum á nammimarkað ofl.

Fór svo ein á labb meðfram hafnarsvæðinu og skemmti mér mjög vel þar til myrkrið skall á allt of hratt, þá sló hjartað örar en ég ratað alveg upp á hótel þar sem enn ein átveislan beið okkar nú var Spánskt þema í matnum og allskyns sérréttir í boði. Maður var aðeins farinn að kunna á þetta og hemja sig.

Enn fórum við bara á barinn og skemmtistaðinn niðri á hótelinu þar sem dansað var við spænska músík fram eftir nóttu. Nú kom að erfiðum parti á ferðinni að kveðja Lurdes aftur. En við helltum okkur bara í kokkteila aftur og sofnuðum sælar en með trega í hjarta síðasta kvöldið.

Engin ummæli: