20.11.05

Svíf um í sæluvímu

Já það var gaman í kvöld ég alveg svíf á sæluskýi. Sound of Music var sýnd í Halanum og mæting bara mjög góð. Þessi mynd er alveg snilld og margir margir vasaklútar enda heyrðust snökt víða um salin á hápunktum myndarinnar. Ef þessi mynd kitlar ekki rómantísku taugarnar í fólki þá veit ég ekki hvað. Alger dásemd. Takk bíónefnd fyrir að velja þessa mynd í kvöld.

Í dag sett ég svo í jólagírinn. Já ég veit að það er bara 19. nóv. en ég var bara í stuði til þess og lét það eftir mér. Elsku börnin mín voru líka við hendina og hjálpuðu mömmu gömlu við þetta. Nokkrir jólakassar voru sóttir í geymsluna og jólaserían sett á svalirnar. Er þó ekki búin að kveikja á henni enn það verður mjög bráðlega vantar bara 2 perur ;-) Svo var hin klassíska þrenning sett í stofugluggann og kveikt á henni. En það eru tveir gylltir englar og gyllt jólatré á milli þeirra. Þrískiptur gluggi sko. Krakkarnir reyndu nú að telja mig ofan af því segja þetta gamaldags og þurfi að fara að uppdata. En þó ég sé nýjungagjörn er ég það ekki þegar kemur að jólaskrauti. Þar eru svo miklar tilfinningar við þetta gamla góða dót. Kannski bæti ég fleiri ljósum í gluggan þegar nær líður jólum en þetta gamla fær að vera. Takk Sigrún Ósk og Ingimar Atli fyrir hjálpina.

Hvað finnst ykkur er þetta of snemmt og þarf maður að fylgja einhverri tísku í jólaskrauti?

Lengi vel hlakkað mér ekki til jólanna þau voru bara kvíðavaldandi en eftir að ég tók þau í sátt aftur og fann jólabarnið í sjálfri mér þá vil ég gera eins mikið úr þessu og mér finnst hvert ár og er þakklát fyrir það.

Svo verður líka tóm sæla á morgun. Leiklistarnámskeið og svo kemur Sigrún Jóna systir og stórfjölskyldan ætlar öll að koma hingað annað kvöld og snæða saman gamaldags lambahrygg sem Palli og Frosti ætla að elda fyrir okkur. Mér finnst ég vera svo heppin í lífinu þessa dagana að ég bara svíf á sæluskýi og nýt þess í botn.

Engin ummæli: