29.5.07

Vorferðalag

Hátúnshópurinn minn skellti sér með rútu í vorferðalag austur í Fljótshlíð og Emstur. Við fengum einmana veðurblíðu og nutum dagsins og útsýnisins. Að sjálfsögðu fengum við okkur súpu eins og alla aðra þriðjudaga. Stoppuðum í Kaffi Langbrók þar sem sannur víkingur og hans frú tóku á móti okkur með þessarri dásamlegu kjötsúpu.


Hann flutti okkur svo rímur og ýmsan kveðskap meðan við snæddum. Fórum svo og skoðuðum með honum hof sem hann er að byggja að gömlum sið. Þrír fallegir minkahundar heilluðu okkur alveg og ekki síst Stefaníu.

Góður dagur í góðum félagsskap :-)

Engin ummæli: