2.5.07

gamlir taktar

Loksins gaf ég mér tíma í dag og kíkti á vini mín í Vin. Besta stað í bænum. Skrítið þegar maður er svona upptekinn og næstum gleymir vinum sínum, les um ýmislegt um þá í blöðunum sem maður hafði ekki hugmynd um að væri í gangi þar svo sem Morgan Kane skákmót og myndlistarsýning. Ég sem hélt ég væri innsti koppur í búri.

Vin er staður sem hefur oft fleytt mér yfir margan hjallan og gefið mér orku til að taka á vandamálum hins daglega lífs. Þar er ávallt hægt að fá eyra til að skrafa í, holl ráð og áttavita eins og ég kalla það. Það er þegar maður fer að tjá sig og fær lausn vandans við tjáninguna. Ætla að vera duglegri að fara þangað á næstunni.

Fór svo á langan og duglegan stjórnarfund í Halanum, ariseraði ýmsu um austurferðina fyrir Sjálfsbjörg og skellti mér svo í leikhús nema hvað. Sá Bingó í hjáleigunni hjá leikfélagi Kópavogs og Hugleiks. Skemmti mér bærilega en var ekki alveg að ná samt leikritinu var of súrrealískt fyrir minn smekk. En leikararnir stóðu sig með mikilli prýði og öll umgerð skemmtileg.

Var að leita mér að buxum í vikunni og finn engar sem eru nógu stórar eða nógu litlar eða bara passa á mig. Gafst upp nennti þessu ekki og fór og keypti mér efni í tvennar buxur. Bjó svo snið áðan eftir uppáhaldsbuxunum mínum. Gömlu taktarnir alls ekki gleymdir. Sníð á morgun og sé til hvað tíminn leyfir þarf víst að skreppa aðeins upp á Akranes í embættiserindum :-)

Vorið er komið fuglarnir syngja við gluggan minn í kapp við verkamenn sem eru að byrja að athafna sig fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn. Sá líka fífil í gær svo vorið er örugglega komið. Langar í sumarjakka......................

Engin ummæli: