10.5.07

Mér tókst það

Það hlaut að koma að því. Gekk gjörsamlega frá sjálfri mér þegar ég tapaði mér algerlega í félagsmálunu um síðustu vikuna. Fór um landið þvers og kruss allt frá Akranesi í Hallormstað og þaðan á Neskaupstað og heim aftur beint á tveggja daga námskeið hjá RKÍ.

Það sem ég hef mér til málsbóta er að ég skemmti mér vel ;-)

Mæli samt ekki með þessu öllu á 6 dögum. Er nú að reyna að púsla mér saman fór samt á einn fund í dag. Og er nú að gera máttlausa tilraun til að taka til á skrifstofunni minni, skil ekki hvernig er hægt að drasla svona til. En þegar maður er í félagstússi á mörgum sviðum og nefndum í einu á sama tíma að perla og í fatasaum að auki þá fylgir þessu öllu alls kyns hlutir verkfæri og pappírsstaflar.

En ilmurinn úr eldhúsinu er indæll. Minn heittelskaði sem á afmæli bráðum er farinn að baka ;-) Kannski ég bara loki herberginu og taki til frammi ekki dugir lengur bara að kveikja á kertum það er orðið svo bjart úti.

Engin ummæli: