26.5.07

Kleppur er víða

Ó já er soldið hugsi eftir 100 ára afmæli Kleppsspítala þeirrar merku stofnunar, þar sem haldið var upp á afmælið með glæsibrag en með miklum fordómum að mínu mati.

Þeir héldu m.a. tveggja daga ráðstefnu stórglæsilega á Grand Hóteli með mikið af merkum fyrirlesurum. En árið er 2007 og það er eins og þeir sem eru í þessari afmælisnefnd hafi ekki verið með í þjóðfélaginu síðustu kvartöldina eða svo. Jú kíkið á auglýsinguna fyrir ráðstefnuna http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index2.html#frettir_3863 og lesið neðst. "Starfsfólk geðsviðs og fagfólk utan LSH velkomið" !!!

Hvað með notendur og aðstandendur. Þeir eru ekki velkomnir eftir þessari auglýsingu að dæma, reyndar sé ég í mogganum í dag að eitthvað eru þau farin að skammast sín og þar segir á öðrum degi ráðstefnunnar að allir séu velkomnir.

Ef þetta eru ekki fordómar þá veit ég ekki hvað og verð að segja að ég er mjög móðguð fyrir hönd okkar notenda og okkar sem hafa staðið í baráttunni síðasta áratuginn.

Ég var samt á Kleppi (ekki Grand) í dag í glæsilegri afmælisveislu sem öllum var boðið velkomið að koma. Ég var með kynningarbás að kynna Vin. Fór svo á málþing um fordóma. Flott málþing en einhvernveginn ekki í takt við það sem aðrir á spítalanum eru að gera.

Ég segi bara Kleppur er víða og það fyndna við þetta er að yfirskrift Grandráðstefnunnar er Kleppur er víða.

Engin ummæli: