24.5.07

Kveðja frá s. Afríku

Villi bróðir hringdi kátur og hress frá S. Afríku í dag og biður kærlega að heilsa öllum. Þar er kominn vetur og snjór í fjöll eins og hér þó hér eigi að heita sumar.

Palli er í Perú, Stebbi í Noregi og Sigrún í Danmörk. Meiri heimshornaflakkararnir þessi systkini mín. Ég fór þó út úr bænum í kvöld alla leið í Kópavog á fína tónleika hjá Samkór Kópavogs þar sem Olla mágkona var að syngja. Þar frétti ég að hún hefði verið að kaupa hús í Mosó í dag tilbúið undir tréverk. Næg verkefni framundan á þeim bæ.

Hannes og Prisella eru búin að koma sér fyrir í Hátúninu og hlakka ég til að kíkja til þeirra.

Allt stefnir í að ég fari í fermingu á Hvammstanga um helgina :-) Hann Helgi hans Jóa á að fermast.

Svo ætla ég að stefna á vinagrill um helgina líka og kannski mikla spilamennsku líka. hver veit hvernig það endar.

Engin ummæli: