31.5.07

Perluæði

Á morgun föstudag ætlum við vinkonurnar að vera með bás í Mjódd og selja handunna skartgripi. Vorum um daginn með litlum árangri en lítum björtum augum til mánaðarmótanna. Vantar ykkur ekki skartgripi? Gott til gjafa og bara að skreyta sig með. Allir að kíkja við og kíkja á perluvinkonurnar :-)

Það fór sem mér datt í hug. Ég fékk grænan miða á bílinn. Pústið var ekki nógu þétt til að hægt væri að mengunarmæla hann. Mátti svo sem vel vita það. Mig vantar að vinna í lottó á morgun svo ég geti keypt draumabílinn með lyftu fyrir hjólastólinn.......

Annars fór dagurinn meira og minna í stærðfræði með Heklunni minni. Verð að finna annan tíma fyrir Gambíusöfnunina. Smá félagamálastúss en aðallega heilabrot. Það er erfitt að hjálpa krökkum í dag í stærðfræði þar sem ekki má nota gömlu aðferðirnar sem hafa dugað síðustu kynslóðum. En vonandi gengur henni vel á morgun hef svo sem ekki trú á öðru enda vel gerð stúlka og samviskusöm.

Er enn að prófa mig áfram með moggabloggið, bætti við nokkrum tenglum

Engin ummæli: